Sunday, January 27, 2008

Ég heiti Atli Dagur


Jæja, þá er kappinn að verða 3 mánaða gamall og ánægður með lífið og tilveruna. Hann fékk þetta fína nafn í lok ársins, Atli Dagur, sem merkir skv. rannsóknum foreldra "Hinn litli bjarti faðir". Fyrra nafnið var efst á lista í hugmyndabanka foreldra frá fyrstu dögum meðgöngu en seinna nafnið var valið rétt eftir fæðingu.

Hann er farinn að brosa og hlæja og spjalla um alla heima og geima. Sefur eins og grjót frá miðnætti til hádegis en á pínulítið erfitt ennþá með að sofna sjálfur og lítt hrifinn af ferðalögum. Mamma og pabbi eru því búin að fá góða æfingu í söng vögguvísna og tilheyrandi ruggi og róli.

Nú eru komnar nýjar myndir sem teknar voru í lok desember og byrjun janúar. Endilega kvittið í gestabókina.