
Núna er Atli Dagur farinn að velta sér af maganum og á. Hann er einnig að æfa sig í því að sitja í Bumbo stólnum sem vinkonur mömmu gáfu honum. Á sama tima ákvað hann loksins að ganga í barndóm og taka snuðið í sátt. Þetta hefur reynst hið mesta hjálpartæki fyrir svefninn í vagninum og nú er orðið virkilega huggulegt að liggja í honum á meðan mamma og stundum pabbi arka um götur bæjarins.
Áfram leyfir hann mömmu sinni og pabba að sofa á nóttunni en er hættur að nenna að sofa til hádegis. Hann hefur ekki tíma fyrir svoleiðis hangs lengur.