Saturday, March 1, 2008

Febrúar liðinn...

...og vorið nálgast. Mamma og pabbi búin að bóka ferð til Ítalíu, nánar tiltekið til Toscana héraðsins. Þar ætlar Atli Dagur að skemmta sér með Nínu, Eyjólfi og Gesti á meðan þau gömlu gæða sér á pecorino og chianti í góðra vina hópi. Síðan verður rúsínan í pylsuendanum að hitta ömmu, afa, Jón og Bryndísi í Köben.

Núna er Atli Dagur farinn að velta sér af maganum og á. Hann er einnig að æfa sig í því að sitja í Bumbo stólnum sem vinkonur mömmu gáfu honum. Á sama tima ákvað hann loksins að ganga í barndóm og taka snuðið í sátt. Þetta hefur reynst hið mesta hjálpartæki fyrir svefninn í vagninum og nú er orðið virkilega huggulegt að liggja í honum á meðan mamma og stundum pabbi arka um götur bæjarins.

Áfram leyfir hann mömmu sinni og pabba að sofa á nóttunni en er hættur að nenna að sofa til hádegis. Hann hefur ekki tíma fyrir svoleiðis hangs lengur.