Saturday, November 24, 2007

Fyrstu vikurnar

Fæddist á fæðingardeildinni Hringbraut þann 31.október 2007 klukkan 12:54

Eftir stutta viðdvöl á sængurkvennadeild hélt litla fjölskyldan heim. Foreldrarnir störðu á kraftaverkið fyrstu vikurnar milli þess sem góðir gestir kíktu í heimsókn.


Litli snúðurinn dafnar vel og hafði þyngst um 700 gr. við þriggja vikna aldur. Það var nú eins gott því þá varð hann bara þrælkvefaður. Hann hefur nú harkað það af sér, hitalaus og nokkuð hress og heldur áfram að drekka vel.

Þarna er Berglind ljósmóðir búin að vefja mér inn í taubleiu og hengja mig á vogarstöng.


Fyrsti lúrinn saman.

Mæðgin að skoða hvert annað eftir fyrsta lúrinn.

Feðgarnir saman.

Fyrsta fjölskyldumyndin. Pabbi að rifna úr stolti.

Fyrsta baðið heima. Strembin lífsreynsla sem skilaði sér í reynslubankan.