Monday, April 7, 2008

Grallari

Jæjúra! Allt gott að frétta af kappanum. Hann dafnar vel og er orðinn hinn mesti sprelligosi. Skemmtilegast af öllu er að grínast með mömmu sinni og pabba sínum og láta purra hálsakotið. Hann fylgist vel með öllu og forvitnin er stundum svo mikil að hann má ekki vera að því að drekka, hann þarf svo mikið að horfa í kringum sig.
Hann fer yfirleitt daglega út í langan túr í vagninum og vill sitja uppi og horfa út. Síðan er ósköp notalegt að detta út af og fá sér góðan lúr. Hann er búinn að eiga í mesta basli með hárið síðustu vikurnar þar sem fæðingarhárið fór að detta af í hliðunum. Hann fékk þannig hanakamp sem stóð út í loftið. Þetta er nú allt saman að jafna sig núna þar sem komið er mikið af nýju hári.
Hann upplifði sína fyrstu páska og fékk tvö páskaegg en fékk auðvitað ekki að smakka þau en mamma og pabbi fengu hins vegar smá smakk :)
Í lok mars fór hann að æfa sig að drekka vatn úr stútkönnu til að undirbúa sig þar sem hann fær að smakka mat í fyrsta skipti eftir nokkrar vikur. Hann þarf nú dálitla aðstoð við það en er fullur áhuga.