Friday, April 25, 2008

Fyrsti grauturinn

Þá er Atli Dagur bara að verða 6 mánaða í næstu viku. Stefnan hafði verið tekin á sundnám en það varð að bíða vegna þess að gaurinn fékk slæmt kvef og síðan eyrnabólgu. Nú er hann allur að hressast og kemst vonandi í nokkra sundtíma áður en fjölskyldan leggur land undir fót.
Þar sem förinni er heitið til Ítalíu, sem er einna þekktust fyrir mikla matarmenningu, þýðir ekkert annað en að auka fjölbreytnina í eigin matarvenjum. Hann fékk því að smakka graut nokkrum dögum fyrir 6 mánaða afmælið. Það vakti nú enga sérstaka lukku en smakkast kannski betur næst.
Hann hefur líka gert nokkrar merkar uppgötvanir síðustu vikur; hann er með litlar sætar táslur sem gaman er að grípa í, hann getur framkallað hátíðnihljóð og alls kyns önnur skemmtileg hljóð og síðan getur verið ansi gaman að skoða auglýsingabæklinga og tæta þá aðeins niður:)